Söngskólinn í Reykjavík hefur selt fasteign sína að Laufásvegi 49-51, sem er oft kölluð Sturluhallir, fyrir 370 milljónir króna. Kaupandinn er hið nýstofnaða félag Laufásvegur ehf. sem er skráð í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins.
Fasteignin að Laufásvegi 49-51 var upphaflega byggð sem tvö íbúðarhús en síðar var byggð tengibyggingin á milli þeirra. Samanlagt eru þau um 786 fermetrar og standa á 1.442 fermetra lóð. Fasteignamat þeirra fyrir árið 2025 verður rúmar 354 milljónir króna.
Söngskólinn í Reykjavík hefur selt fasteign sína að Laufásvegi 49-51, sem er oft kölluð Sturluhallir, fyrir 370 milljónir króna. Kaupandinn er hið nýstofnaða félag Laufásvegur ehf. sem er skráð í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins.
Fasteignin að Laufásvegi 49-51 var upphaflega byggð sem tvö íbúðarhús en síðar var byggð tengibyggingin á milli þeirra. Samanlagt eru þau um 786 fermetrar og standa á 1.442 fermetra lóð. Fasteignamat þeirra fyrir árið 2025 verður rúmar 354 milljónir króna.
Húsin voru byggð af bræðrunum Friðriki og Sturlu Jónssonum sem voru kallaðir Sturlubræður upp úr 1920 en skráð byggingarár er 1924. Fjallað var um sögu þeirra á Morgunvakt Rásar 2 árið 2017.
Söngskólinn í Reykjavík keypti Sturluhallir af afkomendum Friðriks árið 2018 fyrir 250 milljónir króna og flutti starfsemi sína í húsið sama ár. Skólinn hefur gert leigusamning frá og með 1. júlí sl. sem tryggir að starfsemin verði áfram í húsinu í a.m.k. eitt ár í viðbót. Leigufjárhæð er 2,8 milljónir króna á mánuði samkvæmt kaupsamningi.
Íslenska auglýsingastofan hafði um langt árabil starfsemi sína í húsunum. Breska sendiráðið leigði húsin áður í um fjörutíu ár.