Nikkei 225 úr­vals­vísi­talan féll um 12,4% í við­skiptum mánu­dagsins eftir að mikill sölu­þrýstingur myndaðist á Asíu­mörkuðum. Vísi­talan var þó ekki lengi að jafna sig og hækkaði strax um 10% strax á þriðju­daginn.

Markaðssér­fræðingar hafa verið á báðum áttum um hvort jafn­vægi sé náð í Japan eða hvort búast megi við frekara upp­námi á næstunni.

Sofi­e Manja Eger Huus, markaðssér­fræðingur hjá Danske bank, segir að fjár­festar ættu ekki að hræðast japanska markaðinn þrátt fyrir ó­ró­leika mánu­dagsins.

Nikkei 225 úr­vals­vísi­talan féll um 12,4% í við­skiptum mánu­dagsins eftir að mikill sölu­þrýstingur myndaðist á Asíu­mörkuðum. Vísi­talan var þó ekki lengi að jafna sig og hækkaði strax um 10% strax á þriðju­daginn.

Markaðssér­fræðingar hafa verið á báðum áttum um hvort jafn­vægi sé náð í Japan eða hvort búast megi við frekara upp­námi á næstunni.

Sofi­e Manja Eger Huus, markaðssér­fræðingur hjá Danske bank, segir að fjár­festar ættu ekki að hræðast japanska markaðinn þrátt fyrir ó­ró­leika mánu­dagsins.

Verðbólgan gæfuspor fyrir Japani

Í sam­tali við Børsen segist Sofi­e Huus sjá fjár­festingar­tæki­færi í Japan sem hefur hingað til ekki verið vin­sæll kostur meðal evrópskra fjár­festa.

„Nær allar greiningar­deildir töluðu árum saman afar lítið um Japan og fjár­festar voru mjög sjaldan með japönsk hluta­bréf í eigna­safni sínu. Þetta breyttist árið 2023,“ segir Sofi­e Huus.

„Lengi vel var engin verð­bólga í Japan, lítill vöxtur og miklar verð­lækkanir. Árið 2023 hækkaði verð­bólga á heims­vísu en ó­líkt Evrópu og Banda­ríkjunum var það í raun gæfu­spor fyrir Japani.“

Þrátt fyrir sveiflurnar í vikunni hefur MSCI Japan vísi­talan og Nikkei 225 úr­vals­vísi­talan hækkað um 6% á árinu. Það er þó ekki í sam­ræmi við hækkanir á öðrum mörkuðum en MSCI World vísi­talan hefur hækkað um 16% á sama tíma­bili.

Sofi­e Manja Eger Huus, markaðssér­fræðingur hjá Danske bank
Sofi­e Manja Eger Huus, markaðssér­fræðingur hjá Danske bank
© Danske Bank (Danske Bank)

Danske bank hefur verið stór­tækur í við­skiptum í Japan en upp­sveifla, meðal annars í ferða­mennsku, hefur haft já­kvæð á­hrif á hluta­bréf í landinu.

„Síðast­liðið ár hefur aukin verð­bólga, fjölgun ferða­manna og launa­hækkanir aukið vonir um að japönsk fyrir­tæki geti farið að græða peninga,“ segir Sofi­e Huus og bætir við að skráð fé­lög í Japan séu einnig að vera „vin­gjarn­legri við hlut­hafa sína.“

„Þau eru hætt að ríg­halda í allt fé sitt líkt og venja var fyrir áður fyrr. Fjöl­margar reglu­breytingar hafa tekið gildi á síðustu árum sem hafa liðkað fyrir endur­kaupum og arð­greiðslum. Fé­lög eru mun meira að ein­blína á að vera með skil­virkan rekstur.“

Að sögn Sofi­e Huus hefur Danske bank þó á­kveðið að skila auðu þegar kemur að japönskum hluta­bréfum sem þýðir að bankinn telur að japanski hluta­bréfa­markaðurinn sé hvorki að standa sig verr eða betur en markaðurinn heima fyrir.

Sam­kvæmt Sofi­e ráð­leggur bankinn við­skipta­vinum sínum að vera með um 5% af eignar­safni sínu í Japan um þessar mundir.

„Já­kvæðnin hefur að­eins verið að dvína en við erum enn að mæla með japönskum hluta­bréfum til við­skipta­vina okkar,“ segir Sofi­e. Að hennar sögn hafa danskir fjár­festar verið að fá góða á­vöxtun á þeim fjár­festingum sem þeir fóru í fyrir ári síðan.