Árni Sigurðsson forstjóri Marels sér mikla samlegð með JBT og Marel en segir stefnu félagsins  skýra, hvort sem hluthafar Marels samþykkja tilboðið eða ekki.  Hann sér mikil sóknarfæri fyrir Marel í Bandaríkjunum sem er sífellt stækkandi markaður en þrátt fyrir að afkoma Marels hefur verið undir væntingum síðastliðið ár segir Árni vísbendingar um víðsnúning víða.

„Eins og við höfum séð síðustu misseri þá hefur ytra um­hverfið verið mjög krefjandi,“ segir Árni. „Reynslu­boltar sem hafa verið lengi í bransanum, fyrirtæki á borð Ty­son og Pil­grims Pride, hafa í rauninni ekki séð svona niður­sveiflu í öllum helstu heims­hlutum og eins að það gangi yfir allar tegundir prótína á sama tíma.“

Marel skilaði 31 milljóna evra hagnaði eftir skatta í fyrra, eða sem nemur um 4,6 milljörðum króna á gengi dagsins. Til samanburðar hagnaðist félagið um 58,7 milljónir evra  árið 2022 eða um 8,4 milljarða króna.

Fyrsti ársfjórðungur var félaginu einnig þungur en Marel tapaði 3,2 milljónum evra eða næstum hálfum milljarði á fyrstu mánuðum ársins. Mun það vera töluverður viðsnúningur á milli ára en Marel hagnaðist um 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2023.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði