Sölutölur matvöruverslana í Bretlandi hækkuðu um 0,2% í október samkvæmt nýjum efnahagstölum en svo virðist sem Bretar séu að draga úr heimsóknum í sérvöruverslanir.
Sölutölur sérvöruverslana eins og t. d. bakarí og kjötbúða lækkuðu á sama tíma um 4,2%.
Sérverslanir með áfengi og tóbak sáu enn meiri samdrátt en sölutölur í slíkum verslunum lækkuðu um 10,4% milli mánaða.
Samkvæmt bresku hagstofunni má áætla að neytendur séu að velja ódýrari vörur og forgangsraða.
Þrengir að neytendum
Samkvæmt bresku hagstofunni má áætla að neytendur séu að velja ódýrari vörur og forgangsraða.
Danni Hewson, yfirmaður fjármálaráðgjafar AJ Bell, segir í samtali við viðskiptablað The Guardian að þetta sýni að millistéttin í Bretlandi sé að finna fyrir hækkandi afborgunum af húsnæðislánum sínum.
Hann útilokar þó ekki að Bretar hafi verið að safna pening í októbermánuði til að geta keypt jólagjafir í stórum stíl á afsláttardögum í nóvember eins og svörtum föstudegi.