Sölu­tölur mat­vöru­verslana í Bret­landi hækkuðu um 0,2% í októ­ber sam­kvæmt nýjum efna­hags­tölum en svo virðist sem Bretar séu að draga úr heim­sóknum í sér­vöru­verslanir.

Sölu­tölur sér­vöru­verslana eins og t. d. bakarí og kjöt­búða lækkuðu á sama tíma um 4,2%.

Sér­verslanir með á­fengi og tóbak sáu enn meiri samdrátt en sölutölur í slíkum verslunum lækkuðu um 10,4% milli mánaða.

Sam­kvæmt bresku hag­stofunni má á­ætla að neyt­endur séu að velja ó­dýrari vörur og for­gangs­raða.

Þrengir að neytendum

Sam­kvæmt bresku hag­stofunni má á­ætla að neyt­endur séu að velja ó­dýrari vörur og for­gangs­raða.

Danni Hew­son, yfir­maður fjár­mála­ráð­gjafar AJ Bell, segir í samtali við viðskiptablað The Guardian að þetta sýni að milli­stéttin í Bret­landi sé að finna fyrir hækkandi af­borgunum af hús­næðis­lánum sínum.

Hann úti­lokar þó ekki að Bretar hafi verið að safna pening í októ­ber­mánuði til að geta keypt jóla­gjafir í stórum stíl á af­sláttar­dögum í nóvember eins og svörtum föstu­degi.