Kínverski fataframleiðandinn Shein hefur sótt um að bréf félagsins verði skráð í Kauphöllina í London í kjölfar þess að áform félagsins um skráningu í New York fór út um þúfur vegna ýmissa erfiðleika.

Kínverski fataframleiðandinn Shein hefur sótt um að bréf félagsins verði skráð í Kauphöllina í London í kjölfar þess að áform félagsins um skráningu í New York fór út um þúfur vegna ýmissa erfiðleika.

Shein lagði inn umsókn um skráningu til Kauphallarinnar í London fyrr í þessum mánuði. Þá hefur félagið einnig lokið nauðsynlegri skjalavinnu sem félögum með veigamikla starfsemi í Kína er gert að fylla út af yfirvöldum þar í landi.

Samkvæmt heimildum Wall Street Journal er ekki talið líklegt að kínversk yfirvöld muni leggja stein í götu skráningaráforma Shein.

Félagið var stofnað fyrir tólf árum síðan og hefur á undanförnum árum gert sig gildandi í fataiðnaðinum með hræódýrum tískufatnaði. Í dag er Shein eitt verðmætasta fatavörumerki heims en í maí sl. var félagið metið á um 66 milljarða dala í fjármögnunarlotu.