Hlutabréfaverð í Símanum hefur lækkað um rúm 8% frá opnun markaða í dag. Rétt fyrir hádegi birtist tilkynningfrá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er eftir frekari sjónarmiðum vegna kaupa Ardian á Mílu.

SKE lét framkvæma markaðspróf þann 21. júlí s.l. og óskaði eftir sjónarmiðum frá markaðsaðilum um tillögur Ardian að skilyrðum vegna samrunans. En þann 5. júlí kom fram að SKE hyggðist ekki hleypa samrunanum í gegn óhindrað. Kaupverðið á Mílu var í kjölfarið lækkað um 5 milljarða króna.

10 umsagnir bárust eftirlitinu m.a. frá Sýn, Nova, Fjarskiptastofu og Ljósleiðaranum. Dregið saman telja flestir umsagnaraðilar að tillögur Ardian að skilyrðum vegna samrunans ekki ganga nógu langt til að afstýra hugsanlegum samkeppnishömlum.

Frestur til að koma að umsögn vegna samrunans skulu berast eftirlitinu ekki síðar en kl 17 á morgun, 10 ágúst. En lokafrestur Samkeppniseftirlitsins til að koamst að niðurstöðu í málinu er til 18 ágúst nk.