Icelandic Food Company, sem framleiðir matvæli fyrir verslanir Krónunnar, skilaði í fyrsta sinn jákvæðri EBITDA í fyrra en rekstrarhagnaður nam 66 milljónum króna, samanborið við 51 milljón króna rekstrartap árið áður. Sala jókst um 200 milljónir milli ára og nam tæplega 1,2 milljörðum króna. Tap ársins nam 32 milljónum, samanborið við 107 milljóna tap árið 2023.
Icelandic Food Company hóf starfsemi í nóvember 2019 en Krónan keypti alla hluti í félaginu undir lok árs 2022.
Hlutafé félagsins var aukið á árinu um 100 milljónir króna, úr 75 milljónum í 175 milljónir. Ráðist var í miklar kostnaðarhagræðingar á árinu og er gert ráð fyrir áframhaldandi bætingu í rekstri en áætlanir gera ráð fyrir að hagnaður verði af rekstrinum á árinu 2025.
Einar Þór Einarsson tók við sem framkvæmdastjóri Icelandic Food Company í fyrra en hann segir niðurstöður fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 sýna að reksturinn haldi áfram að styrkjast á öllum helstu sviðum, tap hafi minnkað verulega og framleiðni aukist. Hlutfall launakostnaðar af framlegð hafi lækkað töluvert, sem endurspegli árangur í stjórnun og nýtingu mannauðs.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.