Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, var með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra þegar horft er til forstjóra. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattsstjóra námu fjármagnstekjur hans 901 milljón króna en árið áður námu tekjur hans 601 milljón.
Loðnubrestur hefur þó litað uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna það sem af er ári og óljóst hvernig staðan verður í ár.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, var með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra þegar horft er til forstjóra. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattsstjóra námu fjármagnstekjur hans 901 milljón króna en árið áður námu tekjur hans 601 milljón.
Loðnubrestur hefur þó litað uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna það sem af er ári og óljóst hvernig staðan verður í ár.
Af sjávarútvegsforstjórunum var Þorsteinn Már næstur með 397 milljónir í fjármagnstekjur og því næst kom Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, með 367 milljónir. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, var einnig á lista með 347 milljónir og Stefán Þór Kristjánsson, forstjóri Einhamars, með 330 milljónir.
Utan sjávarútvegsins var Haraldur Ingólfur Þórðarson, forstjóri Skaga, efstur á lista. Námu fjármagnstekjur hans 759 milljónum króna en Haraldur átti um 25% beinan og óbeinan hlut í Fossum fjárfestingarbanka fyrir söluna til VÍS.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.