Sjö einstaklingar tilkynntu í gær um framboð sitt til setu í stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda. Fimm eiga sæti í stjórninni í dag. Aðalfundur félagsins fer fram á föstudaginn, 4. maí.

Frambjóðendur til stjórnarsetu eru:

  • Albert Þór Jónsson, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur
  • Anna G. Sverr­is­dótt­ir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, rafmagnsverkfræðingur og ráðgjafi hjá IceCure, var um tíma for­stjóri HB Granda og forstjóri N1
  • Guð­mundur Krist­jáns­son, forstjóri útgerðarfélagsins Brim
  • Magnús M.S. Gúst­afs­son, rekstrartæknifræðingur og fyrrum forstjóri Atlantika INC
  • Óttar Guð­jóns­son, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Rann­veig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Hægt er að kynna sér frambjóðendurna hér .

Þau sem eiga sæti í stjórn HB Granda eru Kristján Loftsson stjórnarformaður og eigandi Hvals hf., Halldór Teitsson stjórnarmaður Hvals, Rannveig Rist, Anna G. Sverrisdóttir og Hanna Ásgeirsdóttir fyrrum sjúkraþjálfari. Ljóst er því að þrír stjórnarmenn af fimm munu hætta í stjórn HB Granda.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá keypti Guð­mund­ur Krist­jáns­­son nýverið 34,1% eign­­ar­hlut Krist­jáns Lofts­­son­ar og Hall­­dórs Teits­­son­ar í HB Granda. Heildarkaupverðið var tæplega 22 milljarðar.

Kaupin mynda yfirtökuskyldu á HB Granda , en Brim hefur fjórar vikur til að gera yfirtökutilboð í öll hlutabréf í félagsins. Guðmundur vill ekki að kaup Brims leiði til yfirtöku.