Sjóðstjórar breskra fjármálafyrirtækja eru byrjaðir að kvarta sáran yfir stöðunni í Kauphöllinni í Lundúnum eftir fjölda afskráninga.
Að þeirra mati eru valmöguleikarnir í Kauphöllinni af skornum skammti en alls bárust yfirtökutilboð í þrjátíu skráð félög á árinu og var meðalverð um 1 milljarður punda.
Í fyrra bárust 27 yfirtökutilboð á fyrsta árshelmingi og var meðalverð um 443 milljónir punda.
Þrátt fyrir að yfirtökutilboðin þrýsti gengi félaganna upp til skemmri tíma litið þá segja sjóðstjórarnir að þetta sé ekki jákvæð þróun til lengdar þar sem skráningum og frumútboðum hefur fækkað verulega í Lundúnum.
Sjóðstjórar breskra fjármálafyrirtækja eru byrjaðir að kvarta sáran yfir stöðunni í Kauphöllinni í Lundúnum eftir fjölda afskráninga.
Að þeirra mati eru valmöguleikarnir í Kauphöllinni af skornum skammti en alls bárust yfirtökutilboð í þrjátíu skráð félög á árinu og var meðalverð um 1 milljarður punda.
Í fyrra bárust 27 yfirtökutilboð á fyrsta árshelmingi og var meðalverð um 443 milljónir punda.
Þrátt fyrir að yfirtökutilboðin þrýsti gengi félaganna upp til skemmri tíma litið þá segja sjóðstjórarnir að þetta sé ekki jákvæð þróun til lengdar þar sem skráningum og frumútboðum hefur fækkað verulega í Lundúnum.
„Bretland á á hættu á að verða mjög þröngur markaður,“ segir David Cumming, yfirmaður verðbréfaviðskipta hjá Newton, í samtali við Financial Times.
Cumming, sem hefur verið í verðbréfaviðskiptum í meira en fjörutíu ár í Lundúnum, segir að allt bendi til þess að þróunin muni halda áfram.
„Það þarf að gera meira til að hvetja til fjárfestinga í breskum hlutabréfum til að koma í veg fyrir að verðbréfamarkaðurinn veslist upp,“ segir Cumming.
Margfeldið mun hærra í Bandaríkjunum
Rightmove, sem rekur einn stærsta fasteignasöluvef Bretlands og er hluti af FTSE 100, barst yfirtökutilboð frá REA, sem er í eigu Rupert Murdoch, í mánuðinum. Rightmove hafnaði tilboðinu.
Meðalstór fyrirtæki í FTSE 250 hafa einnig verið að fá yfirtökutilboð en bandarísk fjárfestingafélög keyptu Tyman, sem framleiðir glugga og hurðir, og fjarskiptafélagið Spirent á árinu.
Í síðustu viku samþykkti námufélagið Centami 1,9 milljarða punda yfirtökutilboð bandaríska félagsins AngloGold Ashanti og fækkaði þannig málmleitarfélögum í kauphöllinni í Lundúnum um eitt.
Erlendir fjárfestar eru að sjá hag sinn í því að kaupa bresk félög þar sem gengi þeirra er mun lægra oft en hjá sambærilegum félögum í t.d. Bandaríkjunum.
Margfeldi markaðsvirðis og hagnaðar (V/H hlutfall) hjá félögum í FTSE 100 er 15,1 en stendur í 26,8 hjá félögum í S&P 500.