Breskir skattgreiðendur eru komnir 1,5% hlut í fyrirtækinu Killing Kittens, sem sérhæfir sig í skipulagningu kynlífsveislna eftir að hafa leitað til Future Fund, sjóðs sem Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, setti á fót til að aðstoða „skapandi“ fyrirtækjum að komast í gegnum kórónuveirufaraldurinn.

Samkvæmt skilmálum lánanna, sem eru í umsjón ríkisbankans British Business Bank, breytast lánið í hlutafé við næstu fjármögnunarlotu frá lánveitingu. Stofnandinn Emma Sayle, sem á fjórðung í Killing Kittens, sagði við Financial Times að fyrirtækið hefði sótt eina milljóna punda, eða um 160 milljónir króna, á dögunum.

Fyrirtækið var metið á 15 milljónir punda í fjármögnunarlotunni. Til samanburðar var fyrirtækið metið á 10 milljónir punda árið 2019 og 5 milljónir punda árið 2018 að sögn Sayle.

„Ríkið hefur þegar grætt pening á fjárfestingunni,“ sagði Sayle.

Fyrirtækið var stofnað árið 2005 af Sayle, sem er fyrrum skólasystir Katrínar hertogaynja af Cambridge. Killing Kittens, sem lýsir sér sem kynlífstæknifyrirtæki, hefur þróað samfélagsmiðil þar sem áskrifendur geta skráð sig á viðburði í borgum víðs vegar um heim. Fyrirtækið segist vera með 180 þúsund meðlimi og árlega veltu upp á 1,4 milljónir punda eða um 185 milljónir króna. Um 80% af veltunni í fyrra má rekja til breska markaðarins.

Stuðla að kynfrelsi kvenna

Lánveiting Future Fund sjóðsins til Killing Kittens var gagnrýnd af þingmanni Verkamannaflokksins, Sarah Champion, árið 2020 en hún kallaði eftir því að fjármálaráðherra myndi stöðva greiðslur til skipuleggjanda kynlífsveislna.

Sayle segir að gagnrýnin hafi komið sér á óvart frá einstaklingi sem styðji réttindi kvenna. Hún heldur því fram að fyrirtækið stuðli að því að kynfrelsi kvenna því einungis konur mega nálgast karla á viðburðunum.

Hún benti einnig á að fjöldi annarra fyrirtæki sem fengu lánsfé frá sjóðnum hafa orðið gjaldþrota. Einnig hafi komið upp tilvik af fjársvikum hjá fyrirtækjum sem sóttu um lánin.

Í gegnum Future Fund sjóðinn hafa breskir skattgreiðendur m.a. eignast hlut í knattspyrnufélaginu Bolton Wanderers og kaffikeðjunni Black Shep Coffe.