Ólíkar skoðanir eru meðal lögmanna sem Viðskiptablaðið ræddi við um hvar mörk einkaréttar ÁTVR til smásölu áfengis gagnvart erlendri netverslun liggja. Áfengislögin innihalda ekki bein ákvæði um netverslun.
ÁTVR hefur haldið því fram að munur sé á erlendri netsölu, þar sem birgðirnar eru staðsettar erlendis og vínið sent íslenskum neytendum beint að utan, og á erlendri netsölu með vörubirgðirnar sínar á Íslandi.
Í raun er þannig verið að berjast fyrir því að netsala ÁTVR geti sent heim að dyrum samdægurs á meðan neytendur sem velja erlendar vínsölur eiga að bíða lengur.
Ólíkar skoðanir eru meðal lögmanna sem Viðskiptablaðið ræddi við um hvar mörk einkaréttar ÁTVR til smásölu áfengis gagnvart erlendri netverslun liggja. Áfengislögin innihalda ekki bein ákvæði um netverslun.
ÁTVR hefur haldið því fram að munur sé á erlendri netsölu, þar sem birgðirnar eru staðsettar erlendis og vínið sent íslenskum neytendum beint að utan, og á erlendri netsölu með vörubirgðirnar sínar á Íslandi.
Í raun er þannig verið að berjast fyrir því að netsala ÁTVR geti sent heim að dyrum samdægurs á meðan neytendur sem velja erlendar vínsölur eiga að bíða lengur.
Að öllum líkindum verður deilt um staðsetningu á vörubirgðum ákveði ákærusvið lögreglunnar að leggja fram ákæru gegn erlendum netverslunum en lögreglan lauk fjögurra ára rannsókn sinni nýverið.
Það er þó lítið um staðsetningar á vörubirgðum að finna í íslenskum áfengislögum en samkvæmt meginreglum EES-réttar um frjálst flæði vöru er ekki eðlilegt að gera slíkan greinarmun.
Hér þarf þó að hafa í huga sérstaka yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um rekstur ríkiseinkasölu á áfengi við gerð EES samningsins.
Hægt er þó að færa fyrir því rök að undanþágan eigi ekki við lengur vegna þess að önnur lýðheilsusjónarmið voru í gildi þegar EES-samningurinn var undirritaður.
Netverslun raskaði ekki einokun í Svíþjóð
Hæstiréttur Svíþjóðar sagði í fordæmisgefandi dómi í fyrra að fyrirkomulag danska félagsins Winefinder Aps, sem seldi áfengi til sænskra neytenda á netinu, væri ekki brot á lögum um einkarétt sænska ríkisins, Systembolaget, á áfengissölu. Systembolaget fór í mál við dönsku vefverslunina vegna brota á banni við auglýsingu áfengis.
Í dómi Hæstaréttar segir að þar sem öll sölustarfsemi Winefinder Aps fór fram í Danmörku gegnum netið, þrátt fyrir að varan endaði síðar í höndum sænskra neytenda, braut félagið ekki á einkarétti sænska ríkisins til smásölu áfengis.
Af þeim sökum var kæru gegn mark aðsstarfsemi félagsins vísað frá. Að mati Hæstaréttar skipti engu máli að danska félagið Winefinder Aps keypti þjónustu af sænska félaginu Winfinder AB.
„Þetta leiðir ekki til þess að áfengissalan hafi átt sér stað í Svíþjóð né að þjónustukaupin séu með þeim hætti að Winefinder AB sé söluaðilinn,“ segir í dómi Hæstaréttar.
Bjarki Már Baxter, lögmaður ÁTVR, vann minnisblað fyrir stofnunina í kjölfar dómsins en að hans mati á hann ekki við hér heima þar sem lager Winefinder Aps hafi verið í Danmörku.
Af þeim sökum er að hans mati „grundvallarmunur á fyrirkomulagi netverslunar með áfengi á íslenskum markaði og atvikum í Winefinder-málinu“.
Við lestur dómsins er ljóst að þó að Hæstiréttur taki það fram að vörubirgðir félagsins séu í Danmörku er mikið púður lagt í að staðfesta að endanlegur söluaðili í viðskiptunum sé erlent félag og að viðskiptin fari fram í Danmörku.
Það verður því að bíða og sjá hvort íslenskir dómstólar leggi þá kröfu hér heima að vörubirgðir séu erlendis en það eina sem það skilar er bara lengri bið neytenda eftir vörum á einokunareyju.
Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar stefnir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráð herra að því að leggja fram frumvarp í október sem mun heimila vefverslun með áfengi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði fram sambærilegt frumvarp árið 2020 en í greinargerð þess kom fram að það skjóti skökku við að neytendur geti pantað sér áfengi úr erlendum áfengisverslunum, þá fyrst og fremst í gegnum netverslanir, en geti ekki gert slíkt hið sama úr sambærilegum innlendum verslunum.
Frumvarp Guðrúnar hefur ekki verið birt í samráðsgátt en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er frumvarpið ekki ósvipað því sem Áslaug Arna lagði fram árið 2020 og síðar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, árið 2022.
Í frumvarpi Hildar var tekið fram að netverslanir þyrftu að sækja um söluleyfi til sýslumanns. Handhafa vefverslun arleyfis yrði þar með heimilt að selja áfengi í smásölu í vefversl un og væri leyfið í gildi í eitt ár fyrst um sinn, en gildistíminn yrði ótímabundinn ef leyfið yrði endurnýjað.
Það er þó með öllu óvíst hvort Guðrún kemur frumvarpinu í gegnum ríkisstjórnina en til að mynda hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sýnt rannsókn lögreglu á netsölum meiri áhuga en fyrirhuguðum lagabreytingum.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og formaður Vinstri grænna styður heldur ekki frumvarpið og því lítið sem bendir til þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar takist að setja málið á dagskrá.