Nas­daq hefur sam­þykkt skráningu málm­leitar­fyrir­tækisins Amaroq Minerals, sem heldur á rann­sóknar- og vinnslu­heimildum á Græn­landi, af First North-markaðnum yfir á aðal­markað Kaup­hallarinnar.

Fyrsti dagur við­skipta á aðal­markaði verður 21. septem­ber næst­komandi.

„Til­færsla Amaroq af First North yfir á Aðal­markað mun styrkja stöðu fé­lagsins, en frá því að fé­lagið var skráð á First North á síðasta ári höfum við notið góðs af miklum á­huga frá ís­lenska markaðnum. Ég vil benda á­huga­sömum á að skoða kynningu fé­lagsins þar sem nánar er farið út í á­stæður til­færslunnar. Kynningin er að­gengi­leg á vef­síðu fé­lagsins,“ sagði Eldur Ólafs­son, for­stjóri Amaroq, í til­kynningu í síðustu viku.

Hluta­bréfa­verð Amaroq hefur hækkað um 20,7% á árinu og nemur markaðs­virði fé­lagsins hátt í 25 milljörðum króna sem er það mesta meðal fé­laga á First North-markaðnum.

Ís­lenskir fjár­festar sem komast á lista yfir stærstu hlut­hafa Amaroq Minerals eiga sam­tals 30% hlut í málm­leitar­fé­laginu. Hvalur og Heiðar Guð­jóns­son eru meðal stærstu hlut­hafa.

Sam­kvæmt heima­síðu Amaroq eru er­lendu fé­lögin JLE Proper­ty Ltd, First Pecos LLC og Liver­mor­e Partners þrír stærstu hlut­hafar málm­leitar­fé­lagsins með sam­tals 18,9% hlut. Sjóðir í stýringu Akta sjóða fylgja þar á eftir með sam­tals 5,5% hlut sem er um einn milljarður króna að markaðs­virði.