Skydance, fram­leiðslu­fyrir­tæki David Elli­s­on, hefur gengið frá kaupum á National Amusements, sem fer með ráðandi hlut í Paramount-sam­stæðunni.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er virði fé­lagsins 28 milljarðar banda­ríkja­dalir í við­skiptunum en Shari Red­stone, sem erfði National Amusements og þar með ráðandi hlut í sam­stæðunni frá föður sínum, á­kvað ný­verið að reyna að selja sig úr fé­laginu.

Skydance mun leggja hinu sam­einaða fé­lagi til 8 milljarða banda­ríkja­dali en samninga­við­ræður hafa staðið yfir í sex mánuði.

Skydance, fram­leiðslu­fyrir­tæki David Elli­s­on, hefur gengið frá kaupum á National Amusements, sem fer með ráðandi hlut í Paramount-sam­stæðunni.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er virði fé­lagsins 28 milljarðar banda­ríkja­dalir í við­skiptunum en Shari Red­stone, sem erfði National Amusements og þar með ráðandi hlut í sam­stæðunni frá föður sínum, á­kvað ný­verið að reyna að selja sig úr fé­laginu.

Skydance mun leggja hinu sam­einaða fé­lagi til 8 milljarða banda­ríkja­dali en samninga­við­ræður hafa staðið yfir í sex mánuði.

Á­kvörðun Red­stone um að selja hefur valdið tölu­verðri ó­kyrrð innan sam­stæðunnar en Skydance borgar um 2,4 milljarða dali fyrir hluti hennar en með þeim fylgja 80% at­kvæðis­réttur í Paramount.

Paramount Global, sem á sjón­­varps­­stöðvarnar CBS, MTV, Nickelodeon á­­samt Paramount kvik­­mynda­verinu, hefur verið í eigu Red­­stone-fjöl­­skyldunnar í þrjá ára­tugi.

Sam­­kvæmt The Wall Street Journal byrjaði Shari að huga að því að breyta hlutum sínum í hand­bært fé í fyrra en hún er sögð hafa fundið veru­­lega fyrir því fjár­hags­­lega þegar sam­­stæðan á­kvað að draga úr arð­­greiðslum.

Skömmu síðar á­kvað David Elli­s­on, for­­stjóri Skydance Media og sonur milljarða­­mæringsins Larry Elli­s­on, að kanna á­huga Shari á mögu­­legum sam­runa fyrir­­­tækjanna tveggja.

Markaðs­virði Paramount hefur lækkað um 75% á síðustu fimm árum en sam­eining fé­laganna er háð sam­þykki eftir­lits­aðila en stefnt er að því að ganga frá sameiningunni á næstu mánuðum.

Núverandi markaðsvirði hlutar Shari er um 750 milljónir Bandaríkjadala og er hún því vænlega greitt fyrir sinn hlut.