Salling Group, stærsta smá­sölu­fyrir­tæki Dan­merkur, ætlar að leggja meiri á­herslu á sam­runa og yfir­tökur en áður sam­kvæmt nýrri stefnu fé­lagsins. Meðal fé­laga undir hatti Salling Group eru Føtex, Netto, Basalt, leik­fanga­verslunin BR og Blika svo dæmi séu tekin.

Anders Hagh, for­stjóri Salling Group, kynnti stefnuna fyrir starfs­mönnum í gær en danski við­skipta­miðilinn Børsen greinir frá.

Stefnan heitir Aspi­re 28 og stefnir að því að ná veltu fé­lagsins úr um 30 milljörðum danskra króna í 100 milljarða danskra króna fyrir árið 2028. Samsvarar það um 2004 milljörðum íslenskra króna.

Salling Group, stærsta smá­sölu­fyrir­tæki Dan­merkur, ætlar að leggja meiri á­herslu á sam­runa og yfir­tökur en áður sam­kvæmt nýrri stefnu fé­lagsins. Meðal fé­laga undir hatti Salling Group eru Føtex, Netto, Basalt, leik­fanga­verslunin BR og Blika svo dæmi séu tekin.

Anders Hagh, for­stjóri Salling Group, kynnti stefnuna fyrir starfs­mönnum í gær en danski við­skipta­miðilinn Børsen greinir frá.

Stefnan heitir Aspi­re 28 og stefnir að því að ná veltu fé­lagsins úr um 30 milljörðum danskra króna í 100 milljarða danskra króna fyrir árið 2028. Samsvarar það um 2004 milljörðum íslenskra króna.

Hagh sagði að eina leiðin til að ná þessu mark­miði væri að ráðast í fleiri yfir­tökur.

„Land­fræði­lega erum við að sækja fram. Við erum núna á þremur mörkuðum (Þýska­landi, Pól­landi og Dan­mörku) og ef við sjáum draum­fé­lag til að kaupa þar þá gerum við það en við erum einnig að horfa víðar en það. Við erum að skoða okkur um í Evrópu en einna helst Norður-Evrópu,“ sagði Hagh.

Að hans mati flækjast hlutirnir því syðra sem farið er. Hagh sagði einnig að fé­lagið væri ekki einungis að horfa á mat­vöru­verslanir heldur sé verið að leita eftir alls kyns fyrir­tækjum í öllum stærðum sem eru að vegna vel eða þurfa aukið fé til að bæta af­komuna.

Spurður um hvort fé­lagið væri í við­ræðum við ein­hver fé­lög um þessar mundir vildi Hagh ekki svara því að svo stöddu.