Á­frýjunar­nefnd Sam­keppnis­mála komst að þeirri niður­stöðu í dag að dag­sektir Sam­keppnis­eftir­litsins á sjávar­út­vegs­fyrir­tækið Brim hafi verið ó­lög­legar.

Sam­keppnis­eftir­litið á­kvað í júlí að leggja á 3,5 milljón króna dag­sektir á Brim til þess að knýja fyrir­tækið til að láta af hendi allar um­beðnar upp­lýsingar í tengslum við at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar- og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi. Um er að ræða hæstu dagsektir í sögu eftirlitsins.

Málið snýr að at­hugun á vegum Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra en ráðu­neytið var að greiða Sam­keppnis­eftir­litinu, sem hefur rann­sóknar­heimildir, til að vinna fyrir sig á sama tíma og ráð­herra gat stýrt rann­sókninni með fjár­veitingar­valdi.

„Sam­keppnis­eftir­litið er ekki að fara að gildandi lögum“

Guð­mundur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, taldi slíkt vera ó­lög­legt og kærði málið til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

„Við sögðum strax í upp­hafi að þetta gæti ekki staðist að eitt stjórn­vald gæti fengið annað stjórn­vald til að rann­saka ein­stak­linga og fyrir­tæki úti í bæ,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

„Þetta er alveg skýrt og það er þannig að Sam­keppnis­eftir­litið er ekki að fara að gildandi lögum. Lögin eru alveg skýr,“ bætir Guð­mundur við.

„Þetta er skýr niður­staða á­frýjunar­nefndar“

Í verk­taka­samningnum milli mat­væla­ráðu­neytisins og Sam­keppnis­eftir­litsins segir beinum orðum að ráðu­neytið hafi rétt til að stöðva milli­færslur eða fresta þeim telji það fram­kvæmd verk­efnisins ekki í sam­ræmi við samninginn við ráðu­neytið.

„Í sam­keppnis­lögum er ekki gert ráð fyrir því að Sam­keppnis­eftir­litið geri sér­staka samninga við stjórn­völd eða aðra aðila um ein­stakar at­huganir stofnunarinnar eða til­högun þeirra sem leiði til þess að stofnunin skili niður­stöðum sínum til þeirra í formi skýrslna gegn greiðslu. Verður að telja að slíkt sam­ræmist ekki því hlut­verki Sam­keppnis­eftir­litsins sem því er fengið í sam­keppnis­lögum sem sjálf­stæðs stjórn­valds,“ segir í niður­stöðum á­frýjunar­nefndar.

„Með hlið­sjón af því verður þaðan af síður talið að Sam­keppnis­eftir­litið hafi heimild til að beita vald­heimildum sínum og þvingunar­úr­ræðum eins og dag­sektum til að knýja á um af­hendingu gagna vegna slíkra at­hugana og skýrslu­skrifa,“ segir enn fremur í úr­skurði á­frýjunar­nefndar.

Spurður um hvort hann telji lík­legt að SKE muni láta reyna á úr­skurð á­frýjunar­nefndar fyrir dóm­stólum segir Guð­mundur að það kæmi sér veru­lega á ó­vart.

„Ég get ekki í­myndað mér að stjórn Sam­keppnis­eftir­litsins fari með þetta mál á­fram. Þetta er skýr niður­staða á­frýjunar­nefndar,“ segir Guð­mundur og bætir við að „þetta sé sigur fyrir al­menning og fyrir­tækin í landinu.“