Sólarorkuframleiðsla hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins náði methæðum í sumar. Sólríkt veður í álfunni og fjölgun sólarsella leiddi til þess að framleiðslan var 28% meiri í sumar en sumarið 2021, samkvæmt Ember, breskri hugveitu sem einblínir á umhverfistengd málefni.
Sólarorka framleiddi 99,4 teravött af rafmagni frá maí til ágúst í ár. Það vó um 12% af raforkuframleiðslu á svæðinu samanborið við 9% á sama tíma í fyrra, en aukningin skýrist að hluta til minni framleiðslu annarra orkugjafa.
Hlutfall sólarorku í raforkuframleiðslu var hæst hjá Hollandi eða um 23%. Þýskaland fylgdi á eftir með 19%.
„Sú staðreynd að við getum þegar framleitt meira en 10% af raforku Evrópusambandsríkja með sólarorku gefur okkur von um græn orkuskipti og aukið orkuöryggi,“ hefur Financial Times eftir greinanda hjá Ember.
Sólarorkuframleiðsla hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins náði methæðum í sumar. Sólríkt veður í álfunni og fjölgun sólarsella leiddi til þess að framleiðslan var 28% meiri í sumar en sumarið 2021, samkvæmt Ember, breskri hugveitu sem einblínir á umhverfistengd málefni.
Sólarorka framleiddi 99,4 teravött af rafmagni frá maí til ágúst í ár. Það vó um 12% af raforkuframleiðslu á svæðinu samanborið við 9% á sama tíma í fyrra, en aukningin skýrist að hluta til minni framleiðslu annarra orkugjafa.
Hlutfall sólarorku í raforkuframleiðslu var hæst hjá Hollandi eða um 23%. Þýskaland fylgdi á eftir með 19%.
„Sú staðreynd að við getum þegar framleitt meira en 10% af raforku Evrópusambandsríkja með sólarorku gefur okkur von um græn orkuskipti og aukið orkuöryggi,“ hefur Financial Times eftir greinanda hjá Ember.