Stærsti hluti sparnaðar íslenskra heimila og þar með ávöxtunar þeirra af fjárfestingareignum kemur ekki frá því sem kalla mætti hefðbundnar fjárfestingaleiðir – verðbréfakaup, sparnaðarreikningar og svo framvegis – sem skila skattskyldum fjármagnstekjum á borð við arð- og vaxtagreiðslur.

Um síðustu áramót áttu heimilin alls ríflega 13 þúsund milljarða í formi innlána og verðbréfa, eigin fé í fasteign og lífeyrissparnaðar. Innlán og verðbréf námu sín á milli aðeins um 1.700 milljörðum eða 13,3% samanborið við 6.700 milljarða eða ríflega helming í lífeyrissjóðum og 4.600 milljarða hreinni eign í fasteignum miðað við fasteignamat.

Stærsti hluti sparnaðar íslenskra heimila og þar með ávöxtunar þeirra af fjárfestingareignum kemur ekki frá því sem kalla mætti hefðbundnar fjárfestingaleiðir – verðbréfakaup, sparnaðarreikningar og svo framvegis – sem skila skattskyldum fjármagnstekjum á borð við arð- og vaxtagreiðslur.

Um síðustu áramót áttu heimilin alls ríflega 13 þúsund milljarða í formi innlána og verðbréfa, eigin fé í fasteign og lífeyrissparnaðar. Innlán og verðbréf námu sín á milli aðeins um 1.700 milljörðum eða 13,3% samanborið við 6.700 milljarða eða ríflega helming í lífeyrissjóðum og 4.600 milljarða hreinni eign í fasteignum miðað við fasteignamat.

Launafólk er eins og flestir vita skyldað til að leggja 15,5% launa sinna til hliðar og því svo boðnir gull og grænir skógar í formi mótframlags og skattleysis ef það bætir við það viðbótarlífeyrissparnaði upp á 2-4%. Samanlagt sparnaðarhlutfall af lífeyrissparnaði einum þætti nokkuð gott í alþjóðlegum samanburði.

Lífeyrissparnaður er hins vegar að mestu leyti fast hlutfall og veitir því ekki svigrúm til aukins reglulegs eða tilfallandi sparnaðar sé vilji fyrir því.

Steypan bæði skattfrjáls og vel gíruð

Sú sparnaðarleið sem hvað vinsælust hefur verið meðal Íslendinga síðustu ár og áratugi og býður upp á þann sveigjanleika og hentisemi sem lífeyrinn skortir, er fjárfesting og eignamyndun í fasteign.

Fyrir utan margfalt meira úrval og öryggi en á leigumarkaði hafa fasteignakaup þann kost ein eignaflokka sem meðalmanninum bjóðast að hægt er að fá lán fyrir bróðurparti fjárfestingarinnar, sem eykur arðsemi eigin fjár til muna þegar eignaverð hækkar.

Rúsínan í pylsuendanum er svo að engan fjármagnstekjuskatt þarf að greiða af eignamyndun í fasteign, hvort heldur sem er vegna niðurgreiðslu lána eða verðhækkunar eignarinnar.

Ekki einu sinni söluhagnaður fasteignar er skattskyldur, svo fremi sem seljandi hefur átt húsnæðið í að minnsta kosti tvö ár og það var ýmist til eigin nota eða þá að „heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda á söludegi [er] ekki meira en 600 rúmmetrar hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrar hjá hjónum“.

Þessar tvær sparnaðarleiðir, séreign og fasteignakaup, voru svo sameinaðar í eitt árið 2014, en síðan þá hefur mátt greiða séreignarsparnað beint inn á höfuðstól íbúðaláns í stað þess að honum sé fjárfest af lífeyrissjóðum, og verður sá sparnaður þá tekjuskattfrjáls með öllu til viðbótar við mótframlagið. Það þarf því engan að undra vinsældir gömlu góðu steypunnar sem eignaflokks hjá þorra þjóðarinnar.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.