Gangi áform stjórnenda Red Oak Taverns um að tvöfalda umfang rekstrarins eftir má áætla að félagið eignist hátt í 1% af breskum kráarmarkaði.

Samdráttur hefur verið í veltu breska kráa, helsta samkomustaðar Breta, í heimsfaraldrinum eins og gefur að skilja. Í nýlegri skýrslu um iðnaðinn er ráðgert að velta breskra kráa verði álíka og árið 2019 árið 2024.

Breskum krám hefur í það heila fækkað um tæplega 14 þúsund frá aldamótum og voru um 47 þúsund í árslok 2019. Krám hefur fækkað um þrjú þúsund til viðbótar í heimsfaraldrinum og búist er við frekari samþjöppun á næstu árum.

Stofnað upp úr hruni
Red Oak Taverns var stofnað árið 2011 af Mark Grunnell og Aaron Brown, fyrrverandi lykilstarfsmönnum íranska fjárfestisins Robert Tchenguiz utan um kaup á 32 krám sem áður voru í eigu fasteignafélags Tchenguiz, R&L Properties, sem farið hafði í þrot.

Síðan þá hefur félagið vaxið töluvert. Miðað við hluthafalista félagsins á bresku fyrirtækjaskránni hefur hluti íslensku fjárfestanna verið meðal hluthafa félagsins frá árinu 2012 hið minnsta.

Stærsta fjárfesting Red Oak Taverns átti sér stað árið 2015 þegar félagið keypti 146 krár af öðru gjaldþrota kráarfélagi, GRS Pubs, á um 35 milljónir punda, um sex milljarða króna að núvirði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .