Fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefur sett á fót 9,7 milljarða Bandaríkjadala fjárfestingasjóð. Er um að ræða stærsta sjóð sem bankinn hefur sett á fót frá árinu 2007.

Sjóðurinn mun fjárfesta í fyrirtækjum með heildarvirði á bilinu 750 milljónir til 2 milljarðar dala. Sjóðurinn, sem heitir West Street Capital Partners VIII, bætist þar með við gríðarstóran eignarstýringararm bankans.

Markmið hans er að fjárfesta að jafnaði um 300 milljónum dala fyrir ráðandi hlut í fyrirtækjum sem starfa meðal annars á sviði fjármála, heilbrigðislausna, tækni og loftslagsmála.