Maður í Ástralíu hefur verið kærður fyrir að stela rúmlega 400 þúsund dala virði af sjaldgæfri mynt sem ber barnasjónvarpspersónuna Bluey. Maðurinn er sagður hafa starfað í vöruhúsinu sem gaf út myntina.

Að sögn lögreglunnar í Sydney átti myntin að fara í dreifingu í næsta mánuði og er raunvirði myntarinnar tíu sinnum meira en framleiðslukostnaður.

Maður í Ástralíu hefur verið kærður fyrir að stela rúmlega 400 þúsund dala virði af sjaldgæfri mynt sem ber barnasjónvarpspersónuna Bluey. Maðurinn er sagður hafa starfað í vöruhúsinu sem gaf út myntina.

Að sögn lögreglunnar í Sydney átti myntin að fara í dreifingu í næsta mánuði og er raunvirði myntarinnar tíu sinnum meira en framleiðslukostnaður.

Maðurinn, Steven John Neilson, var handtekinn eftir að hafa reynt að forðast lögregluna og hefur verið neitað um lausn. Hann mun hafa reynt að selja myntina á netinu nokkrum klukkustundum eftir ránið.

Fyrirtækið ætlaði að flytja myntina í geymslu í Brisbane þegar meintur þjófnaður átti sér stað en áttaði sig ekki á ráninu fyrr en nokkrum dögum seinna.