Kínverski fataframleiðandinn Shein hefur hingað til notið góðs af hinum ýmsu fríverslunarsamningum sem hafa gert félaginu kleift að senda viðskiptavinum sínum víða um heim tollfrjálsar sendingar.
Kínverski fataframleiðandinn Shein hefur hingað til notið góðs af hinum ýmsu fríverslunarsamningum sem hafa gert félaginu kleift að senda viðskiptavinum sínum víða um heim tollfrjálsar sendingar.
Nú stendur félagið, sem og helsti keppinauturinn Temu, frammi fyrir því að þessi staða gæti breyst því bandarísk stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til að koma í veg fyrir að fatasendingar frá Kína sem kosta 800 dali eða minna njóti tollfrelsis.
Lönd á borð við Suður-Afríku og Tyrkland hafa þegar lokað þessari glufu og Evrópusambandið ku einnig stefna á slíkt hið sama.
Shein stólar á rauntímagögn til að meta eftirspurn og leggur inn pantanir í smáum skömmtum til birgja sem eru svo sendar í flugi til meira en 150 landa. Þannig forðast félagið háan birgðakostnað og er það einmitt lykillinn að mjög lágri verðlagningu.