Lilja Al­freðs­dóttir, við­skipta- og menningar­mála­ráð­herra, hyggst leggja fram frum­varp sem leggur skyldu á fjöl­miðla­veitur til að nýta hlut­fall af á­skriftar­tekjum sínum til miðlunar menningar­verk­efna sem stuðli að gerð sjón­varps­efnis á ís­lensku.

„Með frum­varpinu er ætlunin að kveða á um fyrir­komu­lag um skyldu­bundið menningar­fram­lag fjöl­miðla­veitna sem miðla efni til neyt­enda hér á landi með því að gera kröfu um að til­tekið hlut­fall af á­skriftar­tekjum vegna slíkrar miðlunar renni til menningar­verk­efna sem stuðli að gerð sjón­varps­efnis á ís­lensku,” segir í þing­mála­skrá ríkis­stjórnarinnar sem birtist í gær­kvöldi.

„Frá­bið mér þessu löngun hins opin­bera til að rit­stýra frjálsum miðlum“

Magnús Ragnars­son, fram­kvæmda­stjóri miðla hjá Símanum, segir laga­setninguna full­kom­lega ó­þarfa en hún eykur inn­grip ríkisins í frjálsa fjöl­miðla á landinu.

„Síminn hefur aldrei lagt meiri á­herslu á inn­lent sjón­varps­efni heldur en síðustu misseri og við höfum þegar til­kynnt að við munum slá eigin met í fram­leiðslu á leiknu ís­lensku efni á vetri komandi. Sama stefna virðist líka vera ráðandi hjá keppi­nautum okkar og í því ljósi er þessi boðaða laga­setning full­kom­lega ó­þörf,“ segir Magnús í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

„Stjórn­völd geta ráðskast með sinn eigin ríki­smiðil að vild en ég frá­bið mér þessu löngun hins opin­bera til að rit­stýra líka frjálsum miðlum nema þá mögu­lega sem kvöð á þá sem eru þegar orðnir styrk­þegar ríkisins vegna stuðnings við einka­rekna miðla. Síminn er ekki einn þeirra fjöl­miðla og ég treysti mér á­gæt­lega til að reka inn­lenda dag­skrár­stefnu án frekari reglu­stýringar. Nóg er nú samt,“ bætir hann við.

Sam­kvæmt þing­mála­skránni ætlar Lilja að leggja frum­varpið fram í janúar á næsta ári.