Störfum í Stjórnarráði Íslands hefur fjölgað mikið undanfarin áratug. Í október 2011 voru stöðugildi í Stjórnarráðinu 526 talsins en þeim fækkaði næstu ár og árið 2015 voru þau 481. Eftir það fjölgaði þeim aftur, árið 2021 voru stöðugildi orðin 637 og hafði þeim því fjölgað um 156 eða 32,4% frá árinu 2015. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á dögunum.

Um er að ræða störf á aðalskrifstofum ráðuneytanna en ráðuneytin sjálf hafa tekið nokkrum breytingum á tímabilinu. Áherslur hafa breyst, verkefni færst á milli og ný ráðuneyti orðið til, svo fátt eitt sé nefnt.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði