Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir að stýrivextir muni halda áfram að hækka þar til raunvextir Seðlabankans verða jákvæðir. En í síðasta mánuði hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 100 punkta og standa þeir nú í 4,75%. en á sama tíma mældist 12 mánaðaverðbólga 8,8%.
En raunvextir í dag eru neikvæðir um 2,8% miðað við meðaltals mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs. En raunvextir eru þeir vextir sem fást að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Einföld nálgun á raunvexti er sú tala sem fæst þegar verðbólga er dregin frá nafnvöxtum. Þá segir hann stýrivaxtahækkanir óhjákvæmilegar á meðan verðbólguvæntingar eru jafnháar og raun ber vitni.
Ef horft er til þróun stýrivaxtaferilsins með hliðsjón af verðbólguþróun er ljóst að þrátt fyrir miklar stýrivaxtahækkanir heldur verðbólgan áfram að vaxa. Seðlabankinn hefur hækkað vexti um 4% síðan í maí í fyrra en samt sem áður mælist verðbólga 8,8% og hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Almennt er þó talað um að það taki sex til tólf mánuði fyrir stýrivaxtabreytingar að byrja að hafa áhrif á hagkerfið og má því gera ráð fyrir að þær vaxtahækkanir sem Seðlabankinn greip til síðasta sumar séu fyrst að koma fram núna.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir að stýrivextir muni halda áfram að hækka þar til raunvextir Seðlabankans verða jákvæðir. En í síðasta mánuði hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 100 punkta og standa þeir nú í 4,75%. en á sama tíma mældist 12 mánaðaverðbólga 8,8%.
En raunvextir í dag eru neikvæðir um 2,8% miðað við meðaltals mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs. En raunvextir eru þeir vextir sem fást að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Einföld nálgun á raunvexti er sú tala sem fæst þegar verðbólga er dregin frá nafnvöxtum. Þá segir hann stýrivaxtahækkanir óhjákvæmilegar á meðan verðbólguvæntingar eru jafnháar og raun ber vitni.
Ef horft er til þróun stýrivaxtaferilsins með hliðsjón af verðbólguþróun er ljóst að þrátt fyrir miklar stýrivaxtahækkanir heldur verðbólgan áfram að vaxa. Seðlabankinn hefur hækkað vexti um 4% síðan í maí í fyrra en samt sem áður mælist verðbólga 8,8% og hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Almennt er þó talað um að það taki sex til tólf mánuði fyrir stýrivaxtabreytingar að byrja að hafa áhrif á hagkerfið og má því gera ráð fyrir að þær vaxtahækkanir sem Seðlabankinn greip til síðasta sumar séu fyrst að koma fram núna.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.