Verktakafyrirtækið Suðurverk hagnaðist um 410 milljónir á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Mun það vera töluverð aukning á milli ára en félagið hagnaðist um 140 milljónir í fyrra.
Tekjur félagsins jukust um 23% frá fyrra ári og námu 3,76 milljörðum króna. Samkvæmt ársreikningi skýrist aukningin aðallega af góðri verkefnastöðu á árinu.
Á móti hækkuðu rekstargjöld og laun en rekstargjöld ársins námu 3,23 milljörðum króna í fyrra samanborið við 2,9 milljarða árið 2022.
Verktakafyrirtækið Suðurverk hagnaðist um 410 milljónir á síðasta rekstrarári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Mun það vera töluverð aukning á milli ára en félagið hagnaðist um 140 milljónir í fyrra.
Tekjur félagsins jukust um 23% frá fyrra ári og námu 3,76 milljörðum króna. Samkvæmt ársreikningi skýrist aukningin aðallega af góðri verkefnastöðu á árinu.
Á móti hækkuðu rekstargjöld og laun en rekstargjöld ársins námu 3,23 milljörðum króna í fyrra samanborið við 2,9 milljarða árið 2022.
Í árslok voru eignir félagsins bókfærðar á 2,4 milljarða samanborið við 1,7 milljarða í árslok 2022 en fjárfesting ársins í rekstarfjármunum námu 387 milljónum á árinu.
Eigið fé félagsins í árslok var 1,77 milljarðar að meðtöldu hlutafé félagsins að fjárhæð 10 milljónir.
Félagið er í jafnri eigu Dofra Eysteinssonar og Matthildar Andrésdóttur. Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddar verði 170 milljónir í arð.