Borgaryfirvöld í Edinborg hafa frestað fyrirhuguðum vináttusamningi við borg í Taívan eftir að fyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af mögulegu bakslagi frá kínverskum stjórnvöldum. Edinborg hafði íhugað að gera taívönsku borgina Kaohsiung að vinaborg og vakti athygli meðal kínverskra diplómata.

Fréttamiðillinn FT greinir frá þessu og segir að atvikið sýni umfangið sem kínversk yfirvöld hafa þegar kemur að jafnvel hóflegum samskiptum við Taívan, sem Kína gerir tilkall til.

Borgaryfirvöld í Edinborg hafa frestað fyrirhuguðum vináttusamningi við borg í Taívan eftir að fyrirtæki lýstu yfir áhyggjum af mögulegu bakslagi frá kínverskum stjórnvöldum. Edinborg hafði íhugað að gera taívönsku borgina Kaohsiung að vinaborg og vakti athygli meðal kínverskra diplómata.

Fréttamiðillinn FT greinir frá þessu og segir að atvikið sýni umfangið sem kínversk yfirvöld hafa þegar kemur að jafnvel hóflegum samskiptum við Taívan, sem Kína gerir tilkall til.

„Eftir að hafa tekið tillit til sjónarmiða viðskiptalífsins og annarra samstarfsaðila höfum við ákveðið að þörf sé á frekari umræðu áður en lengra er haldið með samkomulagið,“ segir Cammy Day, leiðtogi borgarráðsins.

Slíkir vináttusamningar milli borga eru algengir en tilgangur þeirra er að efla efnahags-, mennta- og menningarsamskipti. Borgaryfirvöld höfðu leitað til fyrirtækja og stofnana í Edinborg sem starfa erlendis, þar á meðal Edinborgarháskóla, skoska verslunarráðsins, flugvallarins í Edinborg og fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Talsmenn þessara fyrirtækja og stofnana voru samhljóma um þau skaðlegu áhrif sem samningurinn gæti haft á kínverska verslun, ferðamenn og námsmenn. „Við höfum eytt árum í að byggja upp samband við Kína. Það er ekki þess virði að stefna þessu öllu í hættu vegna vináttusamnings,“ sagði einn talsmaður.

Kínverskir diplómatar í Edinborg settu sig einnig í samband við viðskiptaráðið í Edinborg til að lýsa yfir óánægju sinni með fyrirhugaða samninginn. Flugvöllurinn í Edinborg hafði einnig bent á skýrslu viðskiptaráðsins sem greindi frá áhættu samningsins.

Mark Sabah, forstöðumaður nefndar um frelsi í Hong Kong Foundation, segir að samkomulagið hefði getað skilað fjárhagslegum og mennta- og tæknilegum samskiptum sem kínverski kommúnistaflokkurinn hefur nú komið í veg fyrir.

„Breskar borgir eiga í auknum mæli á hættu að stefna þeirra og ákvarðanataka verði fyrirskipuð af Kína. Sú staðreynd að fyrirtæki hafi kallað á borgaryfirvöld til að draga samninginn til baka sýnir hversu hrædd bresk fyrirtæki eru.“

Árið 2023 samsvöruðu Kínverjar aðeins 1% af öllum erlendum heimsóknum til Skotlands og sáu um 3% útgjalda í landinu. Vaxandi fjöldi kínverskra námsmanna í Edinborg hefur einnig umbreytt suðurhluta háskólans en þar má finna fjölda kínverskra veitingastaða og matvöruverslana.