Garri hagnaðist um 584 milljónir króna í fyrra, samanborið við 550 milljónir árið áður. Rekstrartekjur námu tæplega 9,5 milljörðum og jukust um rúm 3% milli ára. Í skýrslu stjórnar segir að meiri jafnvægi hafi verið á rekstrinum árið 2024 eftir mikinn tekjuvöxt frá árinu 2021.

Stöðugleiki hafi skapast á hrávöruverði eftir umtalsverðar hækkanir vegna m.a. framboðs og raforkuverðs en mikil óvissa skapast vegna tollamála og hvaða áhrif hún kunni að hafa á ferðaþjónustu og aðrar atvinnugreinar hérlendis. Raungengi krónunnar sé nokkuð sterkt og jákvæðar fréttir að verðbólga sé að hjaðna og vextir lækka.

Lagt er til að 150 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa. Magnús R. Magnússon er forstjóri og stærsti hluthafi Garra.

Lykiltölur / Garri ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 9.464 9.151
Eigið fé 844 574
Eignir 2.637 2.411
Afkoma 584 550
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. júlí 2025.