Taívönsk yfirvöld neita því að hafa átt einhvern þátt í framleiðslu á símboðunum sem hafa verið að springa um Miðausturlönd undanfarna daga. Þau segja að íhlutirnir sem leiddu til þess að símboðarnir sprungu hafi ekki verið framleiddir á eyjunni.
Nokkur brot af símboðunum sem sprungu höfðu verið með merkimiða frá taívanska framleiðandanum Gold Apollo. Fyrirtækið neitar þó að hafa framleitt tækin sem notuð voru í árásinni.
Taívönsk yfirvöld neita því að hafa átt einhvern þátt í framleiðslu á símboðunum sem hafa verið að springa um Miðausturlönd undanfarna daga. Þau segja að íhlutirnir sem leiddu til þess að símboðarnir sprungu hafi ekki verið framleiddir á eyjunni.
Nokkur brot af símboðunum sem sprungu höfðu verið með merkimiða frá taívanska framleiðandanum Gold Apollo. Fyrirtækið neitar þó að hafa framleitt tækin sem notuð voru í árásinni.
Stjórnvöld í Líbanon segja að 12 manns, þar af tvö börn, hafi látið lífið og hátt í þrjú þúsund manns hafi særst í sprengingunum. Atvikið hefur markað mikla stigmögnun í átökum Ísraela við Hezbollah.
„Íhlutirnir fyrir símboða Hezbollah voru ekki framleiddir af okkur. Ég vil grafa upp sannleikann, vegna þess að Taívan hefur aldrei flutt út þessar tilteknu tegundir símboða,“ segir Kuo Jyh-huei, efnahagsráðherra Taívan.
Forstjóri Gold Apollo hefur þá einnig neitað aðild en segir að fyrirtæki í Ungverjalandi, BAC Consulting, hafi fengið leyfi fyrir notkun á vörumerki sínu og hafi sett nafnið Gold Apollo á tækin sín.