Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ), sem rekur ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn Sumarferðir, og Plúsferðir, tapaði 19 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 15,5 milljóna hagnað árið 2023.
„Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir ágætum rekstri á árinu sem ekki gekk að fullu eftir vegna m.a. offramboðs á flugi og mikillar samkeppni. Áframhaldandi stríðsrekstur í heiminum hefur einnig áhrif á eftirspurn,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.
Tekjur félagsins jukust um 61% milli ára og námu 4.852 milljónum króna, samanborið við 3.008 milljónir árið áður. Rekstrargjöld jukust um 62% milli ára og námu 4.881 milljón. Þar af var kostnaður við seldar ferðir 4,5 milljarðar sem samsvarar 74% aukningu frá fyrra ári.
Stjórn félagsins segir að áfram séu verðsveiflur á eldsneytisverði og öðrum aðföngum. Félagið segir áhrif vegna verulegra tollahækkana á erlendum mörkuðum sem tóku gildi í apríl sl. vera ófyrirséðar.
Þá hafi íslenska krónan sveiflast gagnvart erlendum gjaldmiðlum á árinu. Bent er á að stærsti hluti kostnaðar Ferðaskrifstofu Íslands sé í evrum.
„Stærsta áskorun í starfsemi félagsins liggur í því hvernig markaðir fyrir ferðaþjónustu þróast í nánustu framtíð.“
Lykiltölur / Ferðaskrifstofa Íslands ehf.
3 |
16 |
1.363 |
Eignir Ferðaskrifstofu Íslands námu tæplega 1,3 milljörðum króna í árslok 2024 og eigið fé var um 554 milljónir króna.
Félagið er í 72,5% eigu Pálma Haraldssonar og 27,5% eigu Stefáns Hilmars Hilmarssonar. Þórunn Reynisdóttir er forstjóri félagsins.