Breska ríkisstjórnin hefur varað við erfiðum septembermánuði meðal stál- og olíufyrirtækja en búist er við fækkun sex þúsund stöðugilda.
Alls verður 2.800 starfsmönnum sagt upp í Port Talbot í Wales ásamt þremur þúsundum hjá British Steel í Scunthorpe. Þá munu 400 missa vinnuna í Grangemouth-olíuvinnslustöðinni í Skotlandi.
Breska ríkisstjórnin hefur varað við erfiðum septembermánuði meðal stál- og olíufyrirtækja en búist er við fækkun sex þúsund stöðugilda.
Alls verður 2.800 starfsmönnum sagt upp í Port Talbot í Wales ásamt þremur þúsundum hjá British Steel í Scunthorpe. Þá munu 400 missa vinnuna í Grangemouth-olíuvinnslustöðinni í Skotlandi.
BBC segir að vonir verkalýðsfélaganna um að fjárfesting frá nýrri ríkisstjórn Verkamannaflokksins gæti hjálpað við að takmarka atvinnumissi hafi orðið að engu.
Ríkisstjórnin segir að hún standi frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og að lítið sé hægt að gera. „Lausnin er ekki að skrifa óútfyllta ávísun til að bjarga fortíðinni eða setja skattgreiðendur á krókinn fyrir iðnaðaráskoranir sem við höfum erft.“
Bæði Tata, indverska fyrirtækið sem á stálverksmiðjuna í Port Talbot, og kínverska fyrirtækið Jingye, sem á Scunthorpe, halda því fram að verksmiðjurnar tapi rúmlega einni milljón punda, eða um 180 milljónum króna á dag.