Tekjur Skakkaturns ehf., umboðsaðila Apple á Íslandi, námu 7,8 milljörðum króna árið 2021, sem er um 30,8% aukning frá fyrra ári. „Söluaukningin náði til allra vöruflokka og jafnt í heildsölu, fyrirtækjasölu og smásölu í verslunum,“ segir í nýbirtum ársreikningi félagsins. Velta Skakkaturns, sem rekur verslanir Eplis, hefur þrefaldast frá árinu 2016.

Skakkiturn hagnaðist um 609 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári sem er 242 milljóna aukning frá árinu 2020. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hækkaði úr 479 milljónum króna í 797 milljónir króna á milli ára.

Vörunotkun vó 94% af ríflega 7 milljarða króna rekstrargjöldum Skakkaturns. Nær öll innkaup félagsins eru í Bandaríkjadollar. Ársverk voru 27,6 og laun og launatengd gjöld námu 283,4 milljónum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði