Terraform Labs hefur samþykkt að greiða eina stærstu sekt í sögu borgaralegra mála sem tengjast verðbréfasvikum. Sektin hljómar upp á 4,5 milljarða dali en fyrirtækið var í eigu rafmyntaauðkýfingsins Do Kwon.

Fyrrum eigandinn hefur þá sjálfur samþykkt að greiða 204 milljónir dala en Kwon var handtekinn á síðasta ári í Svartfjallalandi, þar sem hann er enn í haldi. Bæði Bandaríkin og Suður-Kórea fara nú fram á framsal hans.

Terraform Labs hefur samþykkt að greiða eina stærstu sekt í sögu borgaralegra mála sem tengjast verðbréfasvikum. Sektin hljómar upp á 4,5 milljarða dali en fyrirtækið var í eigu rafmyntaauðkýfingsins Do Kwon.

Fyrrum eigandinn hefur þá sjálfur samþykkt að greiða 204 milljónir dala en Kwon var handtekinn á síðasta ári í Svartfjallalandi, þar sem hann er enn í haldi. Bæði Bandaríkin og Suður-Kórea fara nú fram á framsal hans.

Dómstóll þarf hins vegar enn að samþykkja samkomulagið milli fyrirtækisins og bandaríska verðbréfaeftirlitsins en jafnvel þá gæti eftirlitið aðeins fengið brot af sektinni. Terraform Labs er um þessar mundir í gjaldþrotaskiptum og eru eignir fyrirtækisins sagðar vera í kringum hálfan milljarð dala.

Þegar fyrirtækið hrundi árið 2022 þurrkuðust út 40 milljarða dalir af rafmyntaverðmætum og hvarf sparnaðurinn hjá þúsundum fjárfesta. Kwon hefur einnig verið þekktur fyrir að hæðast að gagnrýnendum sínum á samfélagsmiðlum og sagðist ekki rökræða við fátækt fólk á Twitter.