Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf skýr merki um að vaxtalækkanir væru á næsta leiti vestanhafs í ræðu sinni á fundi seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming um helgina.
Að mati Powell þarf að hefja lækkunarferlið í september til að koma í veg fyrir frekari kulnun vinnumarkaðarins en The Wall Street Journal greinir frá.
Samkvæmt svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Viðskiptablaðsins sótti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri málþingið í Wyoming fyrir Íslands hönd.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf skýr merki um að vaxtalækkanir væru á næsta leiti vestanhafs í ræðu sinni á fundi seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming um helgina.
Að mati Powell þarf að hefja lækkunarferlið í september til að koma í veg fyrir frekari kulnun vinnumarkaðarins en The Wall Street Journal greinir frá.
Samkvæmt svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Viðskiptablaðsins sótti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri málþingið í Wyoming fyrir Íslands hönd.
„Það er kominn tími til að breyta um stefnu,“ sagði Powell.
Næsti fundur peningastefnunefndar Bandaríkjanna er 17. og 18. september en bæði fjárfestar og hagfræðingar vestanhafs eru sannfærðir um að vextir verði lækkaðir í kjölfarið.
Verðbólga í Bandaríkjunum mælist enn ofar verðbólgumarkmiðum seðlabankans en atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira í þrjú ár.
„Við sækjumst ekki eftir því né viljum við sjá enn meiri kulnun á vinnumarkaði,“ sagði Powell um helgina.
Stýrivextir í Bandaríkjunum eru á bilinu 5,25 – 5,5% en samkvæmt WSJ er enn óvissa um hvort vextir verði lækkaðir um 0,25% eða 50% í september.