Håkon Andre Berg, nýr stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo, kveðst spenntur fyrir verkefninu en hann hafi kynnst fyrirtækinu vel í viðræðum í sumar. Sjálfur var hann um tíma forstjóri norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution en hann leiddi fyrirtækið frá fyrstu skrefum þess og þar til eldisstöðin var komin í fullan rekstur.
Håkon Andre Berg, nýr stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo, kveðst spenntur fyrir verkefninu en hann hafi kynnst fyrirtækinu vel í viðræðum í sumar. Sjálfur var hann um tíma forstjóri norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution en hann leiddi fyrirtækið frá fyrstu skrefum þess og þar til eldisstöðin var komin í fullan rekstur.
„Ég held að við höfum fundið fyrir sameiginlegum áhuga og persónulega sá ég margt líkt með fyrirtækinu sem ég byggði upp. Bæði var þetta í raun sama hugmyndin, sama tæknin og sama nálgun, en aðallega þar sem gildin voru að stórum hluta þau sömu þegar kemur að hverju menn vildu ná fram og hvert fyrirtækið stefndi,“ segir Håkon.
GeoSalmo hafi þegar margvíslega styrkleika en um sé að ræða stærðarinnar aðgerð þar sem hlutirnir geta gerst hratt og huga þarf að ýmsum þáttum.
„Ég hef ítrekað séð það í landeldi að margir taka eldishlutanum sem sjálfsögðum hlut, annað hvort er of mikið einblínt á sjálfbærni eða verð og markaðsaðstæður og staðsetningu. En þetta snýst allt um laxinn. Það sem ég tel að við höfum gert rétt hjá Salmon Evolution, og ég veit að GeoSalmo er að gera rétt og ég geti lagt frekari áherslu á, er að það snýst allt um laxinn, þetta snýst alltaf um líffræði, þetta snýst alltaf um að búa til fullkominn stað fyrir laxinn til að búa á. Það er kjarni málsins.“
Helstu mistökin felist í því að gera hlutina í flýti en um sé að ræða tímafrekt ferli þar sem huga þurfi að hlutum á borð við leyfisveitingar, staðsetningu, uppbyggingu og loks sjálfri uppskerunni.
„Þetta er í kringum fimm ára ferli og reynt er að stytta það þá verður slakað á kröfum. Það er einn þáttur, maður verður að vera ákafur en einnig þolinmóður, sem er erfitt,“ segir Håkon.
Nánar er rætt við Håkon í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.