Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss, þjónustufyrirtækis í meirihlutaeigu Skel fjárfestingarfélags, segir félagið hafa greint innviðafjárfestingarnar framundan og er því ætlað að þjóna þeim fyrirtækjum sem mörg verði þátttakendur í uppbyggingu innviða.

Þegar litið er til innviðauppbyggingar segir Ásmundur margt koma þar til. Hann nefnir nýfjárfestingar í samgöngum, hvort sem það eru vegir, jarðgöng, flugvellir eða brýr, raforkuframleiðslu, flutningskerfi raforku og í fráveitu og hitaveitu. Þar að auki horfi félagið ekki síst til atvinnugreina sem eru í miklum vexti.

Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss, þjónustufyrirtækis í meirihlutaeigu Skel fjárfestingarfélags, segir félagið hafa greint innviðafjárfestingarnar framundan og er því ætlað að þjóna þeim fyrirtækjum sem mörg verði þátttakendur í uppbyggingu innviða.

Þegar litið er til innviðauppbyggingar segir Ásmundur margt koma þar til. Hann nefnir nýfjárfestingar í samgöngum, hvort sem það eru vegir, jarðgöng, flugvellir eða brýr, raforkuframleiðslu, flutningskerfi raforku og í fráveitu og hitaveitu. Þar að auki horfi félagið ekki síst til atvinnugreina sem eru í miklum vexti.

„Landeldið stefnir á að verða ný og öflug útflutningsstoð og ferðaþjónustan er að fara í frekari uppbyggingu til að geta tekið á móti næsta kafla í vexti greinarinnar. Þá er ég ekki byrjaður að tala um viðhaldsþörfina á innviðum sem er til staðar, en að mati Samtaka iðnaðarins er hún metin á um 400 til 500 milljarða króna. Ofan á það eru fjárfestingar framundan á íbúðamarkaðnum, sem er enn í miklum uppbyggingarfasa.“

Ásmundur segir mikla skörun á viðskiptavinum á milli kjarnasviða félagsins, sem gerir það að verkum að vöru- og þjónustuframboð þess er víðfeðmt.

„Við horfum á að geta þjónustað fyrirtækin sem eru að bera hitann og þungann af þessari uppbyggingu, hvort sem það eru verktakafyrirtæki, landeldis- eða ferðaþjónustufyrirtæki. Vöruúrvalið okkar er þannig að við getum þjónustað þessi fyrirtæki á víðu sviði hvort sem það er í viðhaldi tækja, sölu á tækjum og búnaði, að sinna eldsneytisþörf, vinnubúðum eða öðrum húsnæðislausnum til lengri eða skemmri tíma. Við höfum síðan áhuga, eins og ég nefndi áður, að bæta við þetta þjónustuframboð.“

Opna þjónustu- og athafnasvæði í Hafnarfirði

Hann segir stærstu verkefnin á árinu vera opnun nýs þjónustuverkstæðis Kletts og uppbyggingu nýs athafnasvæðis Stólpa Gáma, en bæði svæðin eru í Hafnarfirði. Ásmundur segir yfirvöld Hafnarfjarðarbæjar hafa unnið mjög faglega með félaginu að uppbyggingu svæðanna.

„Við opnuðum fyrr á árinu nýtt þjónustuverkstæði Kletts í Hafnarfirði. Með þessu erum við að bæta afkastagetu en verkstæðið okkar í Klettagörðum var komið að þolmörkum. Síðan erum við að byggja upp nýtt athafnasvæði Stólpa Gáma í Hafnarfirði, þar sem stefnt er að flutningi starfseminnar á næsta ári af Óseyrarbraut á Gullhellu. Þar erum við komin með sextíu þúsund fermetra athafnasvæði, þar sem helmingur þess fer undir starfsemi Stólpa Gáma.

Það er ánægjulegt hve faglega yfirvöld í bænum hafa unnið með okkur að þessari uppbyggingu. Fyrir utan þessi tvö verkefni þá er háönn framundan hjá Skeljungi, sem er umsvifamikið í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtækin, og við erum býsna bjartsýn fyrir önninni framundan.“