Frumút­boð breska hálf­leiðar­a­fyrir­tækisins Arm hefur farið ein­stak­lega vel af stað en sam­kvæmt Bloom­berg er tí­falt meiri eftir­spurn í bréf fyrir­tækisins en búast var við. Verð­bréfa­miðlarar og bankar eru hættir að taka við til­boðum en Arm verður skráð á Nas­daq á morgun.

Um er að ræða stærsta frumút­boð ársins en sam­kvæmt út­boðinu er markaðs­virði Arm um 54 milljarðar Banda­ríkja­dala sem sam­svarar rúm­lega 7,3 þúsund milljörðum ís­lenskra króna.

Til­boðs­bókinni var lokað í gær en endan­legt verð í bréfin verður á­kveðið í dag. Sam­kvæmt skráningar­lýsingu er verð­bilið á hverjum hlut á milli 47 til 51 Banda­ríkja­dala.

Heimildarmenn The Wall Street Journal telja hins vegar líklegt verði verðið fært upp.

Ákvörðun Arm „spark í and­litið“

Fjár­festinga­sjóðurinn Soft­bank á allt hluta­fé fyrir­tækisins og stefnir að því að halda 90% eignar­hlut. Stefnt er að því að út­boðið skili um 5 milljörðum dala til Soft­bank.

Fjárfestar hafa áhyggjur af því að útboðsgengið gæti reynst of hátt en ef gengið lækkar mikið á fyrstu dögum Arm á markaði gæti það reynst Softbank erfitt að losa fleiri hluti.

Gengi Soft­bank hefur hækkað um 5,36% síðast­liðna fimm daga í að­draganda út­boðsins en sjóðurinn hefur átt gott ár markaði og hefur gengið hækkað um 20% á árinu.

Arm hefur lengi verið vonarstjarna breskra tækni­fyrir­tækja og finnst mörgum breskum fjár­festum það miður að fyrir­tækið hafi á­kveðið að skrá sig á Nas­daq í New York fremur en í kaup­höllina í Lundúnum.

Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, segir á­kvörðunina „spark í and­litið“ á meðan ríkis­stjórn Bret­lands reynir að blása lífi í fjár­mála­starf­semi landsins eftir Brexit.