Samfélagsmiðillinn TikTok hélt því fram í gær að lagaákvörðunin sem sett var á fyrirtækið myndi hafa neikvæð áhrif á málfrelsi bandarískra notenda sinna. TikTok fékk tækifæri í gær til að verja stöðu sína fyrir framan þriggja manna áfrýjunardómstól í Washington í gær.
Þarlend stjórnvöld bönnuðu miðilinn í apríl á þessu ári nema kínverski eigandi þess myndi selja forritið innan níu mánaða.
Samfélagsmiðillinn TikTok hélt því fram í gær að lagaákvörðunin sem sett var á fyrirtækið myndi hafa neikvæð áhrif á málfrelsi bandarískra notenda sinna. TikTok fékk tækifæri í gær til að verja stöðu sína fyrir framan þriggja manna áfrýjunardómstól í Washington í gær.
Þarlend stjórnvöld bönnuðu miðilinn í apríl á þessu ári nema kínverski eigandi þess myndi selja forritið innan níu mánaða.
Lögin voru sett á vegna áhyggjuefna um að gögn bandarískra notenda gætu verið misnotuð af kínverskum stjórnvöldum. Bæði TikTok og ByteDance hafa ítrekað neitað að þau viðhaldi tengslum við kínversk yfirvöld.
„Þessi lög setja óvenjulegt málfrelsisbann á grundvelli óákveðinnar framtíðarhættu. Eigandi TikTok er ByteDance Limited, eignarhaldsfélag á Cayman-eyjum,“ sagði Andrew Pincus, lögfræðingur TikTok og ByteDance.
Hann ítrekaði að bandarísk stjórnvöld hefðu sagt að ekki nein glæpastarfsemi hefði átt sér stað og að verið væri að refsa fyrirtækinu fyrir eitthvað sem gæti komið upp í framtíðinni.