Þegar syrta tók í álinn í rekstri íslensku bankanna árið 2008 fréttist úr einum bankanum að fjöldapóstur hefði verið sendur á starfsmenn. Í honum var brýnt fyrir starfsmönnum að vera ekki að ferðast til útlanda á vegum bankans nema brýna nauðsyn bæri til og undir þeim kringumstæðum ætti „monkey class“ að verða fyrir valinu.

Hafi einhverjum ekki verið ljóst að róðurinn var þungur tók þessi tölvupóstur af öll tvímæli. Erfiðir tímar voru fram undan fyrst starfsmenn gætu ekki lengur flogið á erlenda grundu með ekkert erindi á Saga Class á kostnað bankans. Þetta er rifjað upp hér til þess að minna á að ferðakostnaður er oft eitt það fyrsta sem menn taka á í rekstri þegar bruðlið er yfirgengilegt.

Í ljósi þess að þegar er farið að stefna í hressilega framúrkeyrslu fjárlaga – sem þegar gerðu ráð fyrir á annað hundrað milljarða króna halla ofan í rífandi þenslu – hlýtur að geta talist tilefni til að taka ferðakostnað stjórnvalda aðeins fyrir. Jafnvel velta upp þeim möguleika hvort hægt sé að spara í þeim efnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í gærmorgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.