Fjár­festar hafa verið að losa sig við franskar eignir í að­draganda þing­kosninganna á sunnu­daginn en að öllu ó­breyttu mun Þjóð­fundurinn (RN), stjórn­mála­flokkur Marine Le Pen, ná flestum at­kvæðum í fyrri um­ferðinni.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er munurinn á á­vöxtunar­kröfu franskra og þýskra ríkis­skulda­bréfa til tíu ára á­gætis mæli­kvarði á ó­ró­leika á frönskum mörkuðum. Munurinn á kröfunum stendur nú í 0,8% og hefur ekki verið jafn mikill síðan í evru­krísunni árið 2012.

Fjár­festar hafa verið að losa sig við franskar eignir í að­draganda þing­kosninganna á sunnu­daginn en að öllu ó­breyttu mun Þjóð­fundurinn (RN), stjórn­mála­flokkur Marine Le Pen, ná flestum at­kvæðum í fyrri um­ferðinni.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er munurinn á á­vöxtunar­kröfu franskra og þýskra ríkis­skulda­bréfa til tíu ára á­gætis mæli­kvarði á ó­ró­leika á frönskum mörkuðum. Munurinn á kröfunum stendur nú í 0,8% og hefur ekki verið jafn mikill síðan í evru­krísunni árið 2012.

Franska úr­vals­vísi­talan Cac 40 lækkaði um 0,3% við opnun markaða en flestar aðrar úr­vals­vísi­tölur Evrópu hækkuðu. Vísi­talan hefur lækkað um 7% frá því að Emmanuel Macron sleit þingi og bauð ó­vænt til þing­kosninga eftir ó­sigur í Evrópu­þings­kosningunum.

Sam­kvæmt WSJ hefur hluta­bréfa­markaðurinn í Frakk­landi verið á­nægður með frammi­stöðu Macron en fjár­festar óttast að ríkis­stjórn Le Pen muni lækka skatta og auka út­gjöld á sama tíma og fjár­hags­staða franska ríkisins er afar slæm.

Í síðasta mánuði lækkaði mats­fyrir­tækið Standard&Poors láns­hæfis­mat franska ríkisins vegna við­varandi halla á ríkis­sjóði og gríðar­legrar skulda­aukningar.