Trefjar í Hafnarfirði og HighComp hafa undirritað samstarfssamning um fiskeldisþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn gera fyrirtækjunum kleift að vinna saman að því að veita fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi hágæðalausnir í fiskeldi.

Trefjar hefur um langt árabil verið aðalframleiðandi kerja fyrir fiskeldi úr trefjaplasti á Íslandi og HighComp er leiðandi EPCI birgir á eldiskerum á heimsvísu.

Trefjar í Hafnarfirði og HighComp hafa undirritað samstarfssamning um fiskeldisþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn gera fyrirtækjunum kleift að vinna saman að því að veita fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi hágæðalausnir í fiskeldi.

Trefjar hefur um langt árabil verið aðalframleiðandi kerja fyrir fiskeldi úr trefjaplasti á Íslandi og HighComp er leiðandi EPCI birgir á eldiskerum á heimsvísu.

„Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Trefjar. Þessi samningur gerir okkur kleift að sameina krafta okkar til að veita bestu mögulegu lausnir fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi. Við hlökkum til að vinna með Trefjum að því að veita viðskiptavinum á Íslandi hágæða fiskeldislausnir um mörg ókomin ár,“ segir Fredrik Faye sölustjóri hjá HighComp.

Samstarfið byggir á innlendri reynslu og sérfræðiþekkingu Trefja í bland við tækni og alþjóðlega reynslu HighComp á alþjóðlegum mörkuðum.

„Þessi samningur mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu lausnir í fiskeldi. Við hlökkum til að vinna með HighComp og erum ekki í vafa um að þetta samstarf mun hjálpa til við að efla fiskeldið á Íslandi,“ segir Óskar H. Auðunsson, framkvæmdastjóri Trefja ehf.