Tryggja ehf., elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.
Tryggja ehf., elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.
Tryggja verður um leið samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United, en undir þeim hatti eru vátryggingamiðlanir GGW Group sameinaðir.
Forsvarsmnn Tryggja segja að með því að ganga til liðs við GGW Group skapist ótal tækifæri fyrir félagið til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða.
„Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningunni.
„Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja.
„Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu,“ segir Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja.
„Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,” segir Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group.