Kynlífstækjaverslunin Blush heldur áfram að bæta sig ár eftir ár en hagnaður félagsins BSH15 ehf., sem heldur utan um reksturinn, nam 117 milljónum króna árið 2023, samanborið við 92 milljónir árið áður. Velta jókst um rúm 7% milli ára og námu heildartekjur 677 milljónum króna. Um er að ræða bestu afkomu Blush til þessa.
Kynlífstækjaverslunin Blush heldur áfram að bæta sig ár eftir ár en hagnaður félagsins BSH15 ehf., sem heldur utan um reksturinn, nam 117 milljónum króna árið 2023, samanborið við 92 milljónir árið áður. Velta jókst um rúm 7% milli ára og námu heildartekjur 677 milljónum króna. Um er að ræða bestu afkomu Blush til þessa.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush árið 2011 og í dag er hún eigandi og framkvæmdastjóri félagsins. Hún segir ánægjulegt að þau haldi áfram að toppa sig ár eftir ár. Ný verslun var opnuð á Glerártorgi á Akureyri í apríl síðastliðnum en fyrir var Blush með verslun á Dalvegi í Kópavogi og vefverslun.
„Maður veit einhvern veginn aldrei við hverju maður á að búast þegar maður fer í svona ævintýri og hugsar bara að það versta sem gerist er að þetta klikkar. En það er ekki víst að það klikki og eins og staðan er núna þá erum við ótrúlega sátt með þetta allt saman.“
Hagnast um hálfan milljarð frá stofnun
Félagið utan um rekstur Blush, BSH15, var stofnað árið 2015 og hefur skilað hagnaði á hverju ári síðan. Velta félagsins hefur þá aukist, mest árin 2020 og 2021 þegar tekjur jukust um 200 milljónir tvö ár í röð.
Samanlagt nemur hagnaður síðustu átta ára tæplega hálfum milljarði króna. Stjórn félagsins samþykkti að greiddur yrði 155 milljón króna arður á árinu 2023 vegna rekstrarhagnaðar fyrri ára.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.