Franska upplýsingatæknifyrirtækið Atos, sem er með um 105 þúsund starfsmenn á sínum snærum víða um heim og veltir um 11 milljörðum evra á ársgrundvelli, hefur náð samkomulagi við lánveitendur og skuldabréfaeigendur sína um fjárhagslega endurskipulagningu.

Franska upplýsingatæknifyrirtækið Atos, sem er með um 105 þúsund starfsmenn á sínum snærum víða um heim og veltir um 11 milljörðum evra á ársgrundvelli, hefur náð samkomulagi við lánveitendur og skuldabréfaeigendur sína um fjárhagslega endurskipulagningu.

Félagið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum en í síðasta mánuði náðist ekki niðurstaða í viðræðum við stærstu hluthafa. Samkomulagið felur í sér 233 milljóna evra verða settar inn í félagið í formi nýs hlutafjár, 1,5-1,675 milljarða evra lánsfjármögnun og umbreytingu 2,9 milljarða evra skuldar í hlutafé.

Að sögn félagsins stendur núverandi hluthöfum til boða að taka þátt í hlutafjáraukningunni. Að fjárhagslegri endurskipulagningu lokinni er reiknað með að skuldir Atos verði 3,1 milljörðum lægri en í dag.