Frum­varp um breytingar á stimpil­gjöldum vegna kaupa ein­stak­lings á í­búðar­hús­næði hefur verið lagt fyrir Al­þingi í níunda sinn.

Málið er nú lagt fram að nýju með þeirri breytingu að undan­þágu­á­kvæði 6. gr. laganna verði út­víkkað enn frekar og nái þannig einnig til stimpil­gjalds vegna kaupa ein­stak­linga á lög­býli.

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, er flutnings­maður frum­varpsins á­samt Diljá Mist Einars­dóttur, Ás­mundi Frið­riks­syni, Birgi Þórarins­syni og Jóni Gunnars­syni.

Vilhjálmur, Diljá og Ásmundur lögðu sambærilegt frumvarp fram á vorþingi en það hlaut ekki afgreiðslu.

Ein­stak­lingum ber nú al­mennt að greiða 0,8% stimpil­gjald vegna kaupa á í­búðar­hús­næði en þó er veittur helmings­af­sláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða.

Vilja auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæði

Verði frum­varpið að lögum mun gjaldið falla al­farið niður vegna kaupa ein­stak­linga á í­búðar­hús­næði og lög­býlum og undan­þágan verður ekki bundin við fyrstu kaup.

„Mark­mið frum­varpsins eru að auð­velda fólki að afla sér í­búðar­hús­næðis eða hefja land­búnað og auka skil­virkni og flæði á markaði með í­búðar­hús­næði. Mikil þörf er á að auð­velda fólki eins og frekast er unnt að eignast í­búðar­hús­næði, einkum við að­stæður á borð við þær sem nú ríkja á hús­næðis­markaði. Þá eru stimpil­gjöld orðin úr­elt skatt­heimta sem hefur tak­mörkuð á­hrif á ríkis­sjóð,” segir í greinar­gerð frum­varpsins.

Þegar gildandi lög um stimpil­gjöld voru sam­þykkt á Al­þingi kom fram í á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar að nefndin vonaðist til þess að frum­varpið yrði „fyrsta skrefið af mörgum í lækkun stimpil­gjalda sem á endanum muni leiða til af­náms þeirra.“

Gjaldið hefur skaðleg áhrif á velferð

Helmings­af­sláttur var veittur af gjaldinu vegna fyrstu fast­eigna­kaupa með þeirri breytingu en það var fyrir um ára­tug síðan.

Telja flutnings­menn frum­varpsins að nú sé tíma­bært að halda á­fram þeirri veg­ferð sem þá var lagt upp í um af­nám stimpil­gjalds vegna fast­eigna­kaupa til fulls.

„Sýnt þykir að stimpil­gjald hækki við­skipta­kostnað á fast­eigna­markaði, dragi úr fram­boði og rýri hlut kaup­enda og selj­enda. Þá benda rann­sóknir til þess að stimpil­gjald hafi skað­legri á­hrif á vel­ferð en aðrar tegundir skatt­heimtu. Af framan­greindu má ætla að af­nám stimpil­gjalds af fast­eigna­við­skiptum muni auð­velda verð­myndun á hús­næðis­markaði með til­heyrandi aukningu á fram­boði sem hefur verið með minnsta móti undan­farin ár,“ segir í greinar­gerð frum­varpsins

„Þá er af­nám stimpil­gjalds vegna fast­eigna­kaupa til þess fallið að minnka kostnað fyrir heimili við að skipta um hús­næði, hvort sem er fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig eða barna­fjöl­skyldur sem þurfa stærra hús­næði,“ segir þar að lokum.