Hlutabréfaverð nær allra skráðra félaga í Kauphöllinni var á uppleið í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka stýrivexti í morgun.
Meginvextir bankans fóru niður um 0,25 prósentur, úr 9,25% í 9,0%, en vextir höfðu verið óbreyttir frá því í ágúst 2023.
Hlutabréfaverð Skaga, Sjóvá og Skeljar hefur hækkað um rúm 4% í fyrstu viðskiptum á meðan gengi Arion, Alvotech og Kviku banka hefur hækkað um meira en 3%.
Hlutabréfaverð nær allra skráðra félaga í Kauphöllinni var á uppleið í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka stýrivexti í morgun.
Meginvextir bankans fóru niður um 0,25 prósentur, úr 9,25% í 9,0%, en vextir höfðu verið óbreyttir frá því í ágúst 2023.
Hlutabréfaverð Skaga, Sjóvá og Skeljar hefur hækkað um rúm 4% í fyrstu viðskiptum á meðan gengi Arion, Alvotech og Kviku banka hefur hækkað um meira en 3%.
Úrvalsvísitalan OMXI15 hefur hækkað um 1,77% í morgun og stendur í 2.503,32 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um miðjan febrúar.
Heildarvelta á markaði um tíuleytið í morgun var 1,7 milljarðar.