Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,84% í lítilli veltu upp á 1,2 milljarða króna í dag. Vísitalan stendur nú í 2.310 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2020. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í viðskiptum dagsins.

Ölgerðin lækkaði um 1,56% í um 70 milljón króna viðskiptum og Festi lækkaði um 1,7%. Þá lækkaði Icelandair um 0,5% í 150 milljóna veltu.

Gengi bréfa Hampiðjunnar hækkaði um 2,3% í 48 milljón króna veltu í dag. Gengið stendur nú í 135 krónum á hlut, eða tæplega 4% hærra en gengið í áskriftarbók B í útboðinu sem lauk nú á föstudaginn síðastliðinn. Þá er gengi bréfa félagsins nú 12,5% hærra en 120 kr. útboðsgengið í áskriftarbók A.

Gert er ráð fyrir að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði þann 9. júní.