Ís­lenski hluta­bréfa­markaðurinn tók við sér undir lok síðasta árs en hélt á­gætu skriði fram að febrúar. Á síðustu mánuðum hefur lægð verið yfir markaðinum en úr­vals­vísi­talan OMXI15 hefur til að mynda lækkað um tæp 12% síðasta hálfa árið.

Út­gerðar­fé­lögin á markaði, Brim, Síldar­vinnslan og Ís­fé­lagið, hafa þó verið á á­gætis skriði yfir há­sumarið.

Hluta­bréfa­verð Síldar­vinnslunnar hefur hækkað um rúm 11% frá byrjun júní. Gengi Ís­fé­lagsins hefur hækkað um 7% á meðan gengi Brims hefur farið upp um rúm 6%.

Ís­lenski hluta­bréfa­markaðurinn tók við sér undir lok síðasta árs en hélt á­gætu skriði fram að febrúar. Á síðustu mánuðum hefur lægð verið yfir markaðinum en úr­vals­vísi­talan OMXI15 hefur til að mynda lækkað um tæp 12% síðasta hálfa árið.

Út­gerðar­fé­lögin á markaði, Brim, Síldar­vinnslan og Ís­fé­lagið, hafa þó verið á á­gætis skriði yfir há­sumarið.

Hluta­bréfa­verð Síldar­vinnslunnar hefur hækkað um rúm 11% frá byrjun júní. Gengi Ís­fé­lagsins hefur hækkað um 7% á meðan gengi Brims hefur farið upp um rúm 6%.

Ís­fé­lagið hefur nú hækkað fjóra við­skipta­daga í röð en Brim leiddi hækkanir í Kaup­höllinni á­samt Arion banka í dag er gengi út­gerðar­fé­lagsins fór upp um rúm 2%.

Hluta­bréfa­verð Marels hreyfðist lítið í um 355 milljón króna við­skiptum en hlut­hafar banda­ríska mat­væla­fram­leiðandans John Bean Technologies Cor­por­ation (JBT) sam­þykktu á hlut­hafa­fundi í gær að gefa út nýtt hluta­fé vegna yfir­töku­til­boðs fé­lagsins í allt hluta­fé Marels.

Dagsloka­gengi Marels var 495 krónur.

Úr­val­vísi­talan hækkaði um 0,55% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta á markaði 2,2 milljarðar.