Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobs­sonar um lausn úr em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika í Seðla­banka Ís­lands.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins. Gunnar mun láta af em­bætti í lok júní á þessu ári.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobs­sonar um lausn úr em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika í Seðla­banka Ís­lands.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins. Gunnar mun láta af em­bætti í lok júní á þessu ári.

„For­sætis­ráð­herra skipaði Gunnar, á grund­velli niður­stöðu lög­bundinnar hæfnis­nefndar og að fenginni til­nefningu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika til fimm ára frá og með 1. mars 2020.“

Staða Vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika verður aug­lýst laus til um­sóknar á næstunni.

Gunnar mun missa sæti sitt í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands en hann hefur verið eini meðlimur nefndarinnar sem hefur viljað lækka vexti.

Í nýjustu fundargerð nefndarinnar, sem birt var fyrir skemmstu, kom fram að Gunnar greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum en hann vildi fremur lækka vexti um 0,25 prósentur, úr 9,25% í 9,0%.

Aðrir nefndarmenn greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra sem varð því ofan á.

Var þetta annar vaxtaákvörðunarfundur nefndarinnar í röð sem Gunnar greiðir atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og bókar afstöðu um að hann vilji frekar lækka vexti um 25 punkta.

Í fundargerðinni segir að Gunnar hafi talið stöðuna vera að mestu leyti svipaða og á síðasta fundi „en að óvissan hefði minnkað vegna undirskriftar stefnumarkandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði“.

„Þá hefðu raunvextir áfram hækkað hratt og þrengt frekar að heimilum og atvinnulífi. Einnig ættu áhrif fyrri vaxtahækkana eftir að koma fram. Í ljósi stöðunnar og þeirra gagna sem lægju fyrir nefndinni væri rétt að hefja vaxtalækkunarferlið í smáum skrefum.“

Á síðasta ári greiddi Gunnar í tvígang atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra á fundum peningastefnunefndar en hann vildi ekki hækka stýrivexti jafn mikið og aðrir nefndarmenn á vaxtaákvörðunarfundum í maí og ágúst 2023.