Í dag var kveðinn upp úrskurður í Vaxtamálinu svokollaða, en neytendasamtökin telja skilmála velflestra lána með breytilegum vöxtum vera ólöglega.

Neytendasamtökin stefndu Arion banka og Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Íslandsbanka fyrir Reykjavíkur í desember síðastliðnum.

Lögmenn neytendasamtakana óskuðu eftir að leitað væri ráðgefandi álits EFTA dómstólsins og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að hluta.

Ekki var fallist á að leita til EFTA í málinu gegn Arion Banka, en í einu máli af tveimur sem höfðuð voru gegn Landsbankanum var fallist á að senda spurningu til EFTA dómstólsins, þar sem spurt er um hvort skilmálar Landsbankans um breytilega vexti samrýmist evróputilskipun og séu nægilega skýrir og aðgengilegir.

Úrlausnarefnið gæti haft áhrif á öll lán sem tekin eru eftir gildistöku laga um fasteignalán árið 2017.

Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna:

„Þetta er stórt skref í þá átt að fá kröfur okkar viðurkenndar, en á undanförnum árum hafa fallið dómar sem gefa skýrar vísbendingar um að skilmálarnir séu ólöglegir, meðal annars hjá Evrópudómstólnum. Hann komst að því að óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neytenda með breytilegum vöxtum“

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tilgreint var með skýrari hætti að hvaða máli úrskurðurinn lítur.

Í dag var kveðinn upp úrskurður í Vaxtamálinu svokollaða, en neytendasamtökin telja skilmála velflestra lána með breytilegum vöxtum vera ólöglega.

Neytendasamtökin stefndu Arion banka og Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Íslandsbanka fyrir Reykjavíkur í desember síðastliðnum.

Lögmenn neytendasamtakana óskuðu eftir að leitað væri ráðgefandi álits EFTA dómstólsins og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að hluta.

Ekki var fallist á að leita til EFTA í málinu gegn Arion Banka, en í einu máli af tveimur sem höfðuð voru gegn Landsbankanum var fallist á að senda spurningu til EFTA dómstólsins, þar sem spurt er um hvort skilmálar Landsbankans um breytilega vexti samrýmist evróputilskipun og séu nægilega skýrir og aðgengilegir.

Úrlausnarefnið gæti haft áhrif á öll lán sem tekin eru eftir gildistöku laga um fasteignalán árið 2017.

Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna:

„Þetta er stórt skref í þá átt að fá kröfur okkar viðurkenndar, en á undanförnum árum hafa fallið dómar sem gefa skýrar vísbendingar um að skilmálarnir séu ólöglegir, meðal annars hjá Evrópudómstólnum. Hann komst að því að óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neytenda með breytilegum vöxtum“

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem tilgreint var með skýrari hætti að hvaða máli úrskurðurinn lítur.